fimmtudagur, júní 24
Ég verð að segja að mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar mar er beðinn um að skrifa meira á þetta blessaða blogg mitt... Hélt það væru ekki svo margir sem kíktu á þetta eða að þetta væri nokkuð skemmtilegt blogg... jæja... gaman að skjátlast stundum. Verð að viðutkenna að mér finnst ekki gaman að skjátlast og á það til að segja ekki neitt frekar en að viðurkenna fáfræði mína eða heimsku... Finnst stundum eins og sumir mættu taka mig sem fordæmi í þessu. Tek það sérstaklega fram að ég er ekki með neinn sérstakann í huga. Ég er bara að meina svona fræðilega séð :) Fólk á það til að segja stundum hluti sem gefa upp vitleysi þeirra á svo erfiðann máta að það er dáldið pínlegt. Ég geri þetta stundum til að gera grín og gaman en vona að þær fáu heimskulegu setningar sem ég læt stundum út úr mér fái aðra bara til að hlæja og hafa gaman að slíkum skrípalátum og taki mig ekki of alvarlega. Annað, ég veit ekki af hverju "fólk" hefur tilhneygingu til að taka mig of alvarlega??? Því ekki er ég mjög alvarleg, allavegana oftast ekki, vona þegar á við, en að öllu jöfnu er ég frekar fíflaleg. Ekki allir þekkja þessa hlið á mér en bíðið bara.... hún kemur :)
Með þessum orðum kveð ég þessa blessuðu nótt og óska öllum gleðilegs nýss dags :)
Með þessum orðum kveð ég þessa blessuðu nótt og óska öllum gleðilegs nýss dags :)
mánudagur, júní 21


