<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 15

Til hamingju Guðný með að vera búin í prófum Algjör snilld. Nú hefst gamanið á ný. Ég byrja að vinna á mánudaginn og við erum alveg 8 úr hjúkkunni á 1.ári sem erum að fara að vinna á hjartadeildinni, þokkalegt stuð, hlakka mikið til. Nú langar mig samt rosalega mikið til að sofa út alla daga, það er eitthvað svo notalegt við tilhugsunina að geta bara slakað á, ekkert að gera.... ummm...
En við nánari skoðun þá er ekkert lítið að gera framundan. Ummm. Ég þarf að redda búningum fyrir blakliðið, vinna á 2 stöðum plús reyna að selja Tupperware dót ( sem er ógeðslega sniðugt svona by the way ) og hitta alla vini mína sem eru tíndir út um allt. Þetta verður bara gaman
jæja farin að skrifa sálfræðidiska fyrir Orra, hann er að fara í próf greyið en hann tók að sér að skrifa músik fyrir sálfræðipartí í kvöld... Öll lögin á diskunum hafa beina eða óbeina vísun í sálfræði. She's a maniac, mad world, where is my mind, og svona er hægt að telja endalaust. Mjög sniðugt. Hvað ætli maður geti fundið mörg lög sem vísa í hjúkkur?? Gæti verið gaman að reyna að komast að því... Einhverjar tillögur?

miðvikudagur, maí 12

Nú er bara 1 próf eftir :) jeyjjj.... Verð svo ógeðslega glöð þegar þetta er búið, ekki alveg komin með prófkvíðann undir eins gott control og ég hélt og er orðin alveg þreytt... Vonandi gengur manni bara vel í síðasta prófinu, það lítur aðeins betur út en seinasta, allavegana engar asnalegar hjúkrunargreiningar sem mig langar til að troða upp í ra)/#$%/ á Dóró=)(#$(/&.... Hér er dót sem er nauðsynlegt að kunna í þessu starfi og svona... að mínu mati allavegana... Hlakkar svo til á laugardaginn Eurovision... aúga.... ´

sunnudagur, maí 9

Við Steinunn vinkona úr hjúkkunni og fleiri stöðum erum mikið búnar að vera að sjokkera okkur á hjúkrunargreiningum sem við eigum að vera að læra þessa dagana. Við erum að fara í próf sem heitir almenn hjúkrunarfræði og sumt sem við erum að læra þarna ( eins og t.d. magnleysi ) er svo mikið crap að það hálfa væri nóg. Ég er ekki að skilja að kennarar okkar sem virðast vera fólk með vit skuli ekki mótmæla einhverjum af þessum greiningum. Við Steinunn tókum niður nokrar þeirra og gátum ekki annað en velt því fyrir okkur " hvað er fólk að pæla!!" þegar það er að fylgja svona drasli. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi:

Hjúkrunargreining: Skert geta til að flytja sig á milli.
Skilgreining: Getur takmarkað hreyft sig sjálfur á milli tveggja nálægra flata

H: Skert geta til að hreyfa sig í rúmi.
S: Kemst takmarkað sjálfur úr einni stellingu í aðra í rúmi

HG: Skert geta til að matast.
SG: Einstaklingur hefur skerta getu til að matast eða er ófær um það.

H: Skert göngugeta
S: Takmörk á því að komast sjálfur um umhverfið gangandi ( en ekki hvað )

H: Skert athafnaþrek
S: Einstaklingur hefur ekki næga líkamlega eða andlega orku til að endast eða ljúka við daglegar athafnir sem hann þarf eða langar til að framkvæma

Steinunn, snillingurinn sem hún er, hugsaði upp eina greiningu sem mér finnst að bæta eigi inn í bókina og er sú lang besta af þeim öllum:

Skert skynsemi: Viðkomandi hefur skerta skynsemi og þarf því umorðaðar skilgreiningar á auglósum atriðum.

Steinunn

Jæja... vonandi eru fleiri eins ruglaðir og við erum eftir lestur sem þennan :)
PS. Þessi dæmi eru líka á síðunni hennar steinunnar :)

text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?