<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 21

Það er merkilegt hvernig maður getur allt í einu hrokkið í gang. Ég var að tala hér um daginn um leti og hvað ég var ekki að nenna að opna skruddurnar en svo daginn eftir var ég byrjuð á fullu að lesa. Ég er s.s. komin á skrið. Ég er búin að lesa alla fósturfræðina þannig að ég þarf ekki að frumlesa neitt fyrir prófið og hef meiraðsegja 3 daga í utanbókarlærdóm, einnig er ég á fullu núna að lesa siðfræðina, sem svona by the way ekki eins leiðinleg og ég hélt :) og svo á ég enn eftir alveg 3 daga til að fara yfir Almennu hjúkrunina og Heilbrigðismatið og þá hef ég næsum því viku fyrir Lífeðlisfræðina.... Merkilegt að maður skuli ná þessu eftir að hafa verið allsvakalega löt í vetur. Kanski var ég ekki eins löt og ég hélt :) Jú, ég var það.... kanksi er þetta nám bara ekki eins erfitt og manni finnst það mætti vera.... Allavegana, það skiptir ekki máli... Það sem skiptir máli er að ég er ekki á leiðnni að fara að falla í neinu þessa önnina.... jeyjj...
Sit núna upp á "Bókó" eins og Hrefna vinkona mundi kalla Þjóðarbókhlöðuna og er að taka mér smá frí. Það er eitthvað svo nauðsynlegt að sitja ekki alltaf á sama stað. Jæja... talandi um það, þá verð ég að fara að koma mér frá tölvunni og aftur í sætið mitt til siðfræðinnar.
Gangi öllum ógeðslega vel að komast í ham við lærdóminn ( taki þetta til sín sem vilja ) :)
I'm gaune

mánudagur, apríl 19

Hér fyrir neðan eru nokkrar ágætar setningar og aðvarannir á ýmsum vörum. Pabbi sendi mér þetta í tölvupósti og ég gat ekki staðist freistinguna á því að skella nokkrum hér inn. Sýnið mér þolinmæði og kíkið á þetta, þetta er eiginlega bara dáldið fyndið :)


Leiðbeiningar á Sears hárblásurum: "Do not use while sleeping" - Akkurat rétti tíminn til að blása á sér hárið! þegar mar er sofnaður!!!!!
Á umbúðum af SWANN frystimat: "Serving suggestion: Defrost" - Mundu samt ... þetta er bara uppástunga.
Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head." - en ekki hvað???
Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer: "Product will be hot after heating" - Nei ER ÞAÐ???
Á pakkningum af Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body."
Á hóstameðali fyrir börn frá Boots: "Do not drive car or operate machinery."
Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness." - Maður skyldi nú rétt vona það!
Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig: "Warning keep out of children." - Já það væri sniðugt ;)
Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only." - En ekki hvar ... ???
Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other use." - Oki ... Hvaða aðra notkun???
Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning: contains nuts." - ahha... passa mig á því
Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur: "Notice, little boy not included". - Ansans vesen...
Lítill miði var festur á "Superman" búning. Á honum stóð: " WARNING: THIS CAPE WILL NOT MAKE YOU FLY".
Á keðjusögum stendur oft viðvörunin "Do NOT touch the rotating chain". -Er það ekki nú nokkuð ljóst .. haaa ....
Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur: "OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING". -Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki.
Þetta stóð aftan á sótthreinsandi hreinsiefni: "If you can not read English, do not use this product until someone explains this abel to you."

Need I say more?
text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?