<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 28

Halló halló allir saman, já ég er lifandi, ef einhver var að velta því fyrir sér, en naumlega. Ég sit eins og drusla fyrir framan tölvuna að reyna að jafna mig eftir all svakalega erfiða næturvakt. Ég var á fullu eiginlega allan tímann, óglatt og var enganvegin að meika að labba heim eftir 9 klukkutíma mjög erfiða vakt. Þegar ég kom heim var ég svo svöng að ég ákvað að sjóða mér egg til að fá mér út á ristað brauð. Biðin eftir soðnu eggjunum var of löng að ég sofnaði næstum því við borðstofuborðið að bíða eftir þeim. Það endaði á því að ég slökti á hellunni, henti pottinum á aðra hellu og fór að sofa. Hafði engan vegin krafta í nokkuð annað. Nú sit ég sársvöng að blogga því ég er varla að finna kraft til að standa upp og borða eitthvað. Hef ekki krafta til að lyfta upp símanum til að hringja eftir mat, hvað þá standa upp til að fara að elda hann jafnvel. Þetta er náttúrulega ekki nógu gott þannig að ég held ég fari að skipa orra fyrir í eldhúsinu. Eða segi honum að panta einhvern mat. Ja, good plan ja....

sunnudagur, maí 23

A guy goes to his eye doctor for an examination. They start talking as the doctor is examing his eyes. In the middle of their conversation, the doctor casually says, "You need to stop masturbating."
The guy replies, "Why Doc? Am I going blind?"

The doctor says, "No, but you're upsetting the other patients in the waiting room."

Mér fannst ágætt að byrja daginn á smá brandara til að létta aðeins á síðunni. Það er líka léttara yfir mér. Búin að ná að sofa vel, drekka smá kaffisopa og dreyma fallega drauma um fallegur drengina í myndinni Troy. Ég verð nú bara að segja að Eric Bana sem leikur Hektor náði svo þokkalega að kveikja meir á mér en Brad Pitt í þessari mynd.... vá hvað drengurinn er flottur!!!In Love Þeir sem vita ekki hvern ég er að tala um drífið ykkur af stað og farið í bíó ( eða leigið myndina Hulk, hann lék hann þar, en var ekki nærrum því eins sætur þar, þótt hann hafi staðið sig fínt, eins og hann var í Troy... úfff )
Svo er myndin líka góð :) sakar ekki sossum að hafa Orlando Bloom þarna líka og Shean Been ( sem eiginlega enginn veit hver er nema ég og Gyða systir, en hann er massa flottur ). Jæja... farin í vinnuna með massa fína hugaróra eftir massa fína mynd Running In Field
text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?