<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 4

Kaffi kaffi kaffi
hihi ég held ég hafi aldrei fengið eins mikil viðbrögð við nokkru sem ég segi á þessari síðu minni fyrr en ég fór að skrifa um kaffið mitt... humm.... Er þá ekki bara tilvalið að segja ykkur frá bók sem ég var að kaupa á bókamarkaðinum í Perlunni sem er einmitt um kaffi. Í þessari bók er sagt frá uppgötvun kaffis, sögu þess og nokkrar góðar hugmyndir um kaffidrykki nefndar. Einnig eru svona inn á milli allskonar "quotes" frá hinum og þessum um kaffi. Þetta er lítil vasabók sem er fljótlesin og fróðleg. Ég vissi t.d. ekki að kaffi var fyrst uppgötvað í landi sem núna heitir Eþíopía. Sagan segir að það hafi verið einhver geitahirðir sem uppgötvaði kaffiberin. Geiturnar hans sem yfirleitt voru víst svakalega hæglátar komu einn daginn svakalega fjörugar skokkandi heim og hann fór að elta þær og fann tré sem þær höfðu verið að éta af. Hann stakk svona berjum upp í sig og uppgötvaði áhrif kaffiberjanna. En það var víst ekki hann sem kom þessu í umferð heldur var það frá borginni Mocha, helstu hafnarborg Jemen, sem kaffibaunirnar voru fluttar til fjarlægari stranda... Merkilegt ha.... sjáiði tenginguna....
Hér eru nokkur nöfn á kaffi sem gæti gagnast ykkur kaffinautnaseggjum.... Americano- þetta er expressokaffi þynnt með heitu vatni. Doppio- hér er komið vanalegt expressokaffi, en í tvöföldu magni. Expresso- mjög sterkt kaffi, búið til í vél með því að knýja gufu gegnum fínmalað kaffi. Caffé latte- gert með því að bæta heitri mjólk í nýlagað expressokaffi, hægt er að strá súkkulaði eða kanil yfir. Cappuccino- expressokaffi þynnt með mjólk. Tveir þrijðu hlutar skulu vera mjólk og er hún hituð með því að knýja gufu gegnum hana, svo froða myndast, dálitlu kakódufti eða muldu súkkulaði má strá yfir. Expresso macciato- expresso kaffi með "agnarögn" af mjólk. Latte macchiato- hér er heit mjólk með dálitlum votti af expressokaffi. Expresso romano- Þetta er eitthvað sem mig langar til að prufa... gert með því einu að setja sítrónusneið út í kaffið. Con panna- expressokaffi með þeyttum rjóma. Mokka- þriðjungur expressokaffi, þriðjungur heitt súkkulaði og þriðjungur soðin mjólk... ummm.... svo er svo gott að setja þeyttan rjóma ofan á og sáldra kakói eða muldu súkkulaði yfir... ummm....
Ég veit að þetta er búin að vera dáldið mikil upptalning en allir kaffiunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hér og vona ég bara að þið hafið haft gaman að þessum fróðleik. Ég held ég endi bara á tyrkneskum málshætti sem er í þessari góðu bók: "Kaffi ætti að vera svart eins og sjálft víti, sterkt eins og dauðinn og sætt eins og ástin."

PS. fyrir þá sem vilja vita meira og fletta einhverju upp þá geta þeir farið á þessa síðu og skoðað meira þar :)http://www.coffeeuniverse.com

þriðjudagur, mars 2

Fann mynd sem minnti mig á hann orra minn á netinu... varð að setja hana hérna inn :)

Það er merkilegt hvað maður nennir ekki að læra stundum. Ég er í alvurunni að nota það sem afsökun fyrir að lesa ekki að ég finn ekki bókina sem ég var búin að ákveðaað lesa í í dag. Ég veit vel að ég get vel tekið upp næstu bók og bara lesið í henni en hef ákveðið að gera það ekki, held ég haldi mig við netið og kaffibollann eins og er. Já... gott plan... kaffi gott.... kaffibollinn klikkar ekki, það er hægt að líkja þessu við að reykja jafnvel því ef ég hef kaffibollann get ég sleppt því að gera nokkuð á meðan. Sama held ég gengur með sígarettuna, meðan þú ert að reykja geturu einbeitt þér að því að reykja hana og notið þess. Held þetta geri mig pínulítið að kaffifíkli.... allt í lagi... kaffi er leyft inni á sjúkrahúsum hér á Íslandi, ekki sígarettur, sem hlýtur að þíða að kaffi= holt en sígarettur= vont. Er þaggi
Endilega komið með einhver komment á þetta bull mitt hér, en bara ef þið hafið eitthvað gott að segja um kaffi.... fyrir ykkur sem haldið því fram að kaffi sé ekki gott fyrir mann verðið að koma með helvíti góð rök fyrir því ef þið ætlið ykkur að segja eitthvað vont um kaffi!!
sko hvað hann er glaður með kaffið sitt
text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?