sunnudagur, maí 30
Ég verð að viðurkenna að ég sakna Orra míns. Hann skrapp á Neskaupstað um helgina til að glamra eitthvað á trommurnar sínar og kemur heim í fyrramálið á meðan ég er á morgunvaktinni minni og verður farinn að vinna á kvöldvakt áður en ég kem heim. Daginn eftir snýst dæmið við þar sem það er hann sem fer á morgunvaktina og ég fer á kvöldvaktina. Þetta er ekki gaman.... Þetta er eitt af því sem er ekkert skemmtilegt við vaktavinnu. Á móti kemur að mér finnst fínt að fá fjölbreytileika í vinnuna og finnst ágætt að vinna á kvöldinn og á nóttunni, þ.e. þar til um daginn (þið vitið hvað). Þetta blogg núna á ekki að vera um vaktavinnu heldur frekar um áhrif hennar á samband mitt og ábyggilega annarra. Ég geri ráð fyrir að ég sé ekki ein um þennan vanda, að hitta kærastann/makann ekki nóg. Þetta er eiginlega dáldið asnalegt því í vetur var vandamálið oft að við vorum of mikið saman. Held að þetta reddist eins og svona hlutir eiga það til að gera. Hlakka til að gera bloggað vel vakandi og ekki ómöguleg eins og ég er búin að vera undanfarna daga :)
föstudagur, maí 28
Halló halló allir saman, já ég er lifandi, ef einhver var að velta því fyrir sér, en naumlega. Ég sit eins og drusla fyrir framan tölvuna að reyna að jafna mig eftir all svakalega erfiða næturvakt. Ég var á fullu eiginlega allan tímann, óglatt og var enganvegin að meika að labba heim eftir 9 klukkutíma mjög erfiða vakt. Þegar ég kom heim var ég svo svöng að ég ákvað að sjóða mér egg til að fá mér út á ristað brauð. Biðin eftir soðnu eggjunum var of löng að ég sofnaði næstum því við borðstofuborðið að bíða eftir þeim. Það endaði á því að ég slökti á hellunni, henti pottinum á aðra hellu og fór að sofa. Hafði engan vegin krafta í nokkuð annað. Nú sit ég sársvöng að blogga því ég er varla að finna kraft til að standa upp og borða eitthvað. Hef ekki krafta til að lyfta upp símanum til að hringja eftir mat, hvað þá standa upp til að fara að elda hann jafnvel. Þetta er náttúrulega ekki nógu gott þannig að ég held ég fari að skipa orra fyrir í eldhúsinu. Eða segi honum að panta einhvern mat. Ja, good plan ja....
text/javascript