<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 28

Ég er búin að vera ógeðslega dugleg þessa helgina þannig að ég ætla að taka mér smá tíma núna til að blogga... hef unnið mér inn fyrir því En mig langar ekkert til að tala um daginn og veginn... Ég hef komist að því að fólki finnst ekkert gaman að lesa blogg sem fjalla bara um hvað aðrir eru að gera þann daginn. En ég hef enn ekki komist að því hvað það er þá sem fólk vill fá að sjá á þessum bloggum. Ég veit að fyrir mitt leiti þá er ég voðalega hrifin af skemmtilegu dóti sem kemur manni til að hlæja... Eins og kötturinn hér til vinstri og svona.... mér finnst líka gaman að heyra góðar fréttir, brandara og þegar einhver skemmtileg umræða kemst á loft.... En þetta er bara eitthvað sem mér finnst.... væri mikið til í að heyra hvað þið lesendur þessa bloggs hefðuð um þetta að segja. Hvað viljið þið sjá?? Vonandi er ég ekki með svo leiðinlegt blogg að það hefur fælt fólk frá en þá er kanski kominn tími á einhverskonar endurnýjun eða einhverskonar tilraun. Þarf eiginlega að sofa á þessu, er ekki með neina hugmynd að einhverri tilraun Einhverjar tillögur??? jæja... farin að halda áfram að vera dugleg ef mig langar einhvern tíman að verða góð
text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?