<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 5

Jæja, fyrsti dagurinn okkar Orra í skólanum gekk bara mjög vel. Við vorum með þau í stærðfræði og íþróttum í dag og ákváðum að koma með inngrip í samfélagsfræðina og kenna þeim aðeins á að hlusta á tónlist. Við bjuggum til verkefni handa þeim sem þau taka með sér heim og eiga að velja sér eitt íslenskt og eitt erlent lag sem þau síðan fjalla um í tíma á fimmtudaginn. Er dáldið stolt af þessu, vona bara að þetta gangi upp. Við erum búin að plana tímann á morgun og ætlum að kynna verkefnið fyrir þeim og útskýra hvernig við viljum að þau vinni það og síðan verður bara hlustað á tónlist og hún rædd. Við erum búin að fara í geisladiskasafnið þeirra pabba og mömmu og finna Carmina burana, Jazz, Soul, Rokk og smá klassík :) okkur finnst við vera búin að vera að vinna mjög vel.... Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út :) Annars er voðalega lítið að segja, þetta var mjög góður dagur og krakkarnir nokkurnvegin eins og þeim hafði verið lýst....
Kveð í bili og skrifa aftur þegar eitthvað gerist :)
text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?