<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 4

Gott kvöld allir saman...
Nú er komið nýtt ár og ég þakka öllum fyrir árið sem var að líða. Þetta var mjög gott ár. Ég held ég fari ekki að rifja það upp núna en mig langar til að skrifa aðeins inn á þetta blogg mitt aðeins um jólin.
Jólin voru mjög góð hjá okkur Orra mínum. Við ákváðum að vera þessi jólin á Neskaupstað yfir jólin og áramótin hér í bænum. Það var alveg einstaklega notalegt hjá okkur hjá tengdó og við náðum góðu djammi á barnum með búálfunum. Við Hulda sátum með myndavél og tókum myndir af strákunum okkar og skemmtum okkur konunglega á fremsta bekk. Síðan skelltum við okkur heim og fórum í jólaboð hjá mömmu og hittum aðeins af mínum helmingi fjölskyldunnar. Það er auðvitað alltaf gott að hitta alla en þessi boð eiga það til að verða dáldið mikið, mikill æsingur og mikið gaman. Við vorum alveg búin þegar boðið kláraðist. Síðan var svakalegur fögnuður á gamlárskvöld þar sem við borðuðum kvöldmat með Halldóru og Kára vinum okkar í næstu blokk og síðan var partí hjá okkur um nóttina. Það var ógeðslega nise.... svona mellow stemning, frekar róleg en það var eiginlega bara ágætt... gott að vakna daginn eftir í heilt hús :) En jæja... ég er ekkert að vera skemmtileg núna þannig að ég held ég fari bara að hætta þessu. Finnst maður eigi ekkert að vera með svona blogg ef maður hefur ekki frá neinu skemmtilegu að segja.
Abbababb... að vísu get ég líka sagt frá því fyrir þá sem hafa áhuga að ég og Orri erum að fara að kenna í fyrramálið hér í Villingaholti. Hlakkar pínu til en verð að viðurkenna að ég er dáldið stressuð. Ekkert að fara yfirum eða eitthvað svoleiðis en er dálítið spennt. Vonum bara það besta, svona eins og með klásusinn :) jæja hætt núna....segi ykkur hvernig fer á morgun fyrir þá sem hafa áhuga :)
text/javascript

This page is powered by Blogger. Isn't yours?